Lilja Dögg gerir rétt í því að hlífa ekki brauðfótastjórn hagsmunaaflanna

„Verk­efnið er að koma þess­ari rík­i­s­tjórn frá og sam­ein­ast í því svo þjóðin geti ein­beitt sér að al­vöru­stjórn­mál­um og þurfi ekki að horfa upp á hvert klúðrið á fæt­ur öðru,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir réttilega á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins.

Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, formanni flokksins, blandast heldur ekki hugur um, að "svo virðist sem einn flokk­ur, um­fram aðra, stjórni land­inu upp á sitt ein­dæmi," því að "viðheng­in tvö", Björt framtíð og Viðreisn, hafi ekki afl til að standa í lapp­irn­ar. "Viðreisn er úti­bú frá Sjálf­stæðis­flokkn­um, Björt framtíð virðist svo vera orðin úti­bú frá Viðreisn," segir Sig­urður.

Benti hann á að í ell­efu manna rík­is­stjórn sitji sex Sjálf­stæðis­menn og að ekki fyr­ir svo löngu síðan voru 9 af þeim, sem eru ráðherr­ar nú, í Sjálf­stæðis­flokkn­um. „Rík­is­stjórn­in sem nú sit­ur hef­ur því væna hægri slagsíðu,“ sagði Sig­urður skv. frétt Mbl.is.

Þetta Framsóknarþing lofar góðu. Flokkurinn verður ekki lengur misnotaður til að styðja afleitar ríkisstjórnir á brauðfótum -- og heldur ekki þær, sem reyna að vinna sér upp atkvæða­leysið og óvin­sældirnar með því að reyna að gera sig voldugar í krafti fjárráða með því að sópa til sín almannaeignum með einka­væðingu í stíl við fyrri feril núlifandi Engeyinga, ekki sízt í fjölskyldu forsætis­ráðherrans sjálfs.

Og það mun heldur ekki halda þessari ríkisstjórn á floti, að hún er að gerast mesta skattpín­ingar­stjórn sögunnar, svíkst um að efna loforð um skattalækk­anir, en bætir bara í með nýja skatta. Kemst enginn með tærnar þar sem hún hefur hælana í þeim efnum, nema við teljum þar með hinn staðfasta ásetning vinstri-meiri­hlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, sem vill leggja þung­bærar klyfjar á alla fasteigna­eigendur -- og raunar með ófyrir­leit­inni, sennilega ólög­mætri skatt­heimtu: "innviðagjaldi" -- í þágu óhag­kvæm­asta samgöngu­verkefnis á norður­hveli jarðar: "Borgarlínunnar"!

Það vantar sannarlega nýtt afl inn í stjórnmálin, bæði á borgar- og landsmála­vettvangi. Íslenska þjóðfylkingin er reiðubúin til þess eftir næstu kosningar, hvort sem þær verða á sviði sveitarstjórna eða jafnvel í landsmálunum strax á þessu ári -- og að taka þátt í stjórnarmyndun með flokkum, sem hægt er að vinna með, en ekki ríkisstjórn sem fylgir leiðarstjörnu sérhagsmuna fámennrar auðstéttar.  

Jón Valur Jensson.


mbl.is Mun aldrei styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband