Glæsilegur fundur með Robert Spencer og Christine Williams í Grand-hóteli í kvöld

Snautlega fámennur var "sam­stöðufund­ur" Semu Erlu, Gunnars Waage & Co., þótt smalað væri á hann fólki úr Siðmennt og hælisleitendum af Kjal­ar­nesi.

Innan dyra var fullur salur sem tók í sæti 350 manns sem fylgdust spenntir með frábærlega mælskum ræðumönnum kvöldsins (margir stóðu að auki). Einnig gátu fundarmenn borið fram spurningar, og gerðu það a.m.k. 10-12 manns. Meðal annars stóð þar upp úr hve snilldarlega Spencer svaraði þar spurningum ímamsins í Öskjuhlíð og félaga hans.

Christine Williams með fyrirlestur á Íslandi Robert Spencer með fyrirlestur á Íslandi 

Það var mikil stemming á þessum fundi, sem Vakur hafði boðað til, félags­skapur sem vill sinna nauðsyn­legum upplýsingamálum um islamstrú og aðkomu hennar að vestrænum löndum. Þar var m.a. fjallað hispurslaust um uppruna­lega stefnu Múhameðs og innihald Kóransins og spurt hvort islam eigi samleið með vestrænum lýðræðisríkjum, hvaða breytingar hófsamir múslimar vilji gera á islam og hvort hliðarsamfélög innflytjenda hafi myndazt í evrópskum löndum. Eru þar sannarlega mörg áhyggjuefni, eins og kom fram í erindum ræðumann­anna beggja.

Engum mótmælum var í raun hreyft á fundinum sjálfum, en þeir, sem helzt mölduðu í móinn, voru Helgi Hrafn pírati, ímaminn í Öskjuhlíð og fylgisveinn hans. Var mikið klappað, þegar Spencer svaraði þeim síðastnefndu, en ímaminn fekk í seinna skiptið tvær mínútur til sinna spurninga og reyndi öðru fremur að finna hliðstæðu í Gamla testamentinu með boðum Kóransins um að drepa vantrúaða. En þegar Ísraelsmönnum var sagt að drepa allan óvinaher Amalekíta, fylgdi því ekkert boð um að það sama ættu þeir að gera í öðrum síðari tilvikum. Eins og Spencer benti á, hafði frásögnin af þessu aldrei verið notuð af gyðinglegum eða kristnum útleggjendum Biblíunnar til að réttlæta nein síðari fjöldamorð á andstæðingum Ísraelsmanna eða Gyðinga, og enginn greip til slíkra röksemda á krossferðatímanum, enda voru krossferðirnar ekki farnar í þeim tilgangi að útrýma neinum.

Fyrir hönd Vakurs stýrði Valdimar Jóhannesson þessum fundi og fórst það vel úr hendi. Nánar geta menn lesið um þetta á vefsíðu Vakurs. En hér er full ástæða til að þakka fyrir góðan fund, í senn upplýsandi og inspírerandi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Sorglegt að fá svona mann til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband