Árásarmaðurinn í Stokkhólmi var ISIS-maður, vann ódæðið fyrir Ríki islams - Komnir til að vera? - og viðbrögð okkar?

Að sögn Afton­bla­dets er hann 39 ára, af úz­bekist­önsk­um upp­runa og fylg­is­mað­ur hryðju­verka­sam­tak­anna Ríkis islam.

Skv. SVT-sjón­varps­stöðinni fannst taska með sprengju­efn­um í flutn­inga­bíln­um, svo hermi heimildir innan lögreglu og að sprengju­sveit hafi verið kölluð til.

Maðurinn mun vera sá í hettutreyjunni sem lögreglan lýsti eftir í gær og er nú undir yfirheyrslum hennar.

Ljóst er að fylgismenn Ríkis islams eru af mörgum þjóðernum og Svíum mikill vandi á höndum að verjast þeim í fjölbreyttri flóru innflytjenda sinna. Þótt Svíar hafi ekki herlið í Mið-Austur­löndum virðist það engu skipta fyrir ISIS, enda nægir þeim að Svíar hafa selt ríkisstjórnum þar hergögn. En málið virðist umfram allt að ráðast á allt sem vesturlenzkt er.

Jafnvel fyrir okkur Íslendinga er hið fjölmenna múslima­samfé­lag í Skandinavíu, rétt eins og í Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Bretlandi og Þýzkalandi, orðið að flóknum vettvangi og viðsjár­verðum, þar sem öfga-islam getur þrifizt, ofbeldismenn dulizt og náð áhrifum til ills, já, til að "bera ávöxt" haturs síns í skelfilegum fjöldamorðum!

Og þetta er ekki tíminn til að sitja og aðhafast ekkert og bíða bara næstu frétta! En til hvaða stjórnmálamanna getum við horft í von um að þeir þori að axla þá ábyrgð að treysta hér í sessi öruggt samfélag frelsis og lýðræðis? Lítið til dæmis til þessa for­manns stjórnmálaflokks, sem tjáði sig hér í gær.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Telja sig hafa ökumanninn í haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband