Eru islamistar að færa sig upp á skaftið í Svíþjóð? Blóðugt hryðjuverk skelfir Svía

Árásin á almenning í miðborg Stokkhólms í dag, með því að aka vöru­bíl inn í manngrúa, þar sem fjórir eru látnir og 15 særðir, setur hroll í Svía. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur lýst þessu sem hryðju­verki. Einn gerandi hefur náðst og mun hafa játað á sig glæpinn (þessi viðbót skv. nýlegri frétt). Talið var, að heyrzt hefði af skothvellum í Stokkhólmi, en það er óstaðfest enn.

Er fyrir fram líklegt, að hinar gestrisnu móttöku­þjóðir múslima í álfunni sleppi við hryðjuverk? Ekki hefur reynslan sýnt það, og ekki er það heldur líklegt á Norðurlöndunum. Trúlega er nú komið að gestrisnasta landinu, Svíþjóð, að fá yfir sig hryðjuverk islamista. Sé svo, sjá menn væntanlega, að þessi grein var ekki að ósekju skrifuð: Er þagnar- og þöggunar-múrinn sænsk-íslenski loksins að rofna?

Þar mun koma, að áliti undirritaðs, að augu æ fleiri Íslendinga muni opnast fyrir þeirri staðreynd, að meiri­hluta­viðhorf gagnvart innflytjenda­málum hafa snúizt svo á síðustu misserum, að Evrópuþjóðir eru á einu máli með Íslensku þjóð­fylk­ing­unni um að stöðva beri straum múslima inn í Evrópu!

Gætum þess einnig, að Norðurlandabúar eiga greiðan aðgang til Íslands, m.a. til atvinnu hér og búsetu. Er okkur þar til að mynda ætlað það skyldu-hlutverk að meðtaka fólk af ólík­legasta uppruna og ofsa­trúar­menn þar á meðal sem Svía, Dani eða Norð­menn, hafi þeir fengið ríkisborgararétt í þeim löndum.

Lögreglan hér er nú þegar með Ísland á næsthæsta viðbún­aðarstigi gagnvart hryðjuverkum [1], og ekki dregur þessi sorgar­atburður úr þörfinni á fullri árvekni lögreglu­yfirvalda hér.

[1] Sbr. þessa grein: Tveir með tengsl við hryðju­­verka­­sam­tök óskuðu hér eft­ir alþjóð­legri vernd. Ísland gegn­um­streymis­land. Hryðju­verka­hætta á Íslandi enn "metin í meðallagi"

PS. Hér er eitthvað sýnt á myndbandi af vettvangi:

http://www.independent.co.uk/news/world/europe/stockholm-attack-latest-killed-shots-fired-lorry-truck-ahlens-mall-crash-crowd-sweden-people-a7672636.html

Jón Valur Jensson.


mbl.is Stokkhólmur: Þetta vitum við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband