Lífeyrissjóðirnir bregðast ýmsum sjóðfélögum sínum

Helgi Helgason, fyrrv. formaður Ísl. þjóðfylkingarinnar, fékk þessa frásögn senda í pósti (stytt af honum).

„Ég á íbúð sem ég keypti 2005. Þegar hrunið kom hækkaði afborg­unin úr um 100 þús. á mánuði í tæplega 180 þús. á mánuði. Með auka­vinnu og spar­semi hef ég getað staðið við greiðslur í öll þessi ár, meðal annars með því að hafa núðlur í hvert mál fyrir fjöl­skylduna, í mörg ár.

Svo sá ég að lífeyrissjóðurinn minn býður 3,6% vexti á lánum en lánin mín eru á 4,15% til 5,2% vöxtum. Á lánareiknivél lífeyrissjóðsins reiknaði ég út að ef ég skuld­breytti lánunum á kjörum lífeyris­sjóðsins þá myndi greiðslu­byrði lækka um 45 þús. á mánuði. Svo ég sótti um lán hjá þeim en fékk þau svör að ég gæti ekki borgað af þessu!

Lánið hjá lífeyrissjóðnum hefði verið um 130 þús. á mánuði, en síðastliðin 8 ár hef ég borgað 180 þús. af bankaláninu. Þegar ég benti á þetta var svar lífeyris­sjóðsins: „Computer says NO!“ Þegar ég spurði frekar þá var bent á neyt­endalög sem sett voru af Árna Páli (Samfylkingu og VG) og hafa verið hert af öðrum ráðherrum.

Er nema von að fólk sé að taka smálán sem bera himinháa vexti til að geta keypt sér í matinn? Sem betur fer er ég með svarta vinnu en ég er að gefast upp.“

Svona er því miður ástandið hjá mörgum í dag. En það er merkilegt að það skuli vera stjórnvöld sem standa í vegi fyrir því að fólk geti hjálpað sér sjálft. Ætli Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráherra viti af þessu?

Athyglisverð umræða um þennan pistil er hér á opinni Facebók Íslensku þjóðfylkingarinnar, og meðal annarra tekur þátt í henni hinn nýkjörni formaður Guðmundur Þorleifsson. (Aths. JVJ)


Erdogan Tyrklandsforseti fær nánast einræðisvöld, gegn fólki þar í stóru borgunum, en með stuðningi sveitafólks og Tyrkja í Evrópu

73,5% Tyrkja í Aust­ur­ríki, sem greiddu atkvæði um að færa Erdogan þessi miklu völd, sögðu JÁ, 63% í Þýskalandi, rúm­l. 75% í Belg­íu og 71% í Hollandi. Tryggari eru þeir islamista-forsetanum en lýðræðis­hugsjón Evrópu­manna. Það sama er að segja um afstöðu kjósenda á dreifbýlli svæðum Tyrklands, í Mið-Tyrklandi, sunnar og norðar við Svartahaf.

Karlinn rétt mer þetta með rúmu 51% atkvæða, og því getur það hafa ráðið úrslitum, að kosninga­svik hafi verið í tafli, eins og yfirvöld eru nú þegar sökuð um og kröfur uppi um að kæra það. En ekki auðvelda þessi úrslit gengi lýð­ræðis­flokka og fjölmiðla að andmæla hinum yfirlýsta islam­ista Erdogan, en nú þegar hefur hann beitt blöð, útvarps- og sjónvarps­stöðvar miklu harðræði eftir uppreisnar­tilraunina gegn honum í fyrra.

Að vera með mikinn meirihluta meðal hinna 2,9 milljóna Tyrkja í Evrópu á bandi forsetans í þessu máli, styrkir ekki trú fólks hér í álfu á að gott geti hlotizt af því að standa uppi í hárinu á Erdogan varðandi flótta fólks í gegnum Tyrkland til Evrópu. Fyrir að halda slíkum flótta í skefjum fær tyrkneski ríkissjóðurinn mörg hundruð milljarða árlega frá ríkjum eins og Þýzkalandi, Austurríki og Evrópu­sambandinu, en Erdogan hefur þegar ítrekað beitt þeim hótunum, að flóttamannabylgju verði hleypt í gegn, ef stjórn­mála­stétt Evrópu­ríkja situr ekki og stendur eins og honum þókknast.

Menn geta svo leitt getum að því (m.a. með hliðsjón af því, að erfitt er að þjóna tveimur herrum), hvort tugir milljóna annarra múslima í Evrópu hafi til að bera sam­bærilega afstöðu gagnvart lýðrétt­indum og lýðræðis­skipulagi búsetu­ríkja sinna eða vilja fylgja islömskum siðvenjum, m.a. sjaríalögum, en fjöldi sjaría­dómstóla er nú þegar við lýði í Bretlandi, Þýzkalandi o.fl. Evrópu­löndum, með sorglegum afleiðingum. Eitt er víst, að ekki styrkir þetta réttindi kvenna.

Við Íslendingar þekkjum fleiri en eitt dæmi um mikla erfiðleika íslenzkra kvenna, sem gifzt hafa múslimum og annaðhvort misst allt forræði barna sinna* eða verið nálægt því.**

* Sophia Hansen missti þannig af forræði sinna dætra og mestöllum samgangi við þær.

** Sbr. bókina Barist fyrir frelsinu eftir fjölmiðla­mógúlinn Björn Inga Hrafns­son (287 bls., Vaka-Helgafell 2002), en efni bókarinnar er lýst þannig á forsíðunni: "Áhrifamikil saga Guðríðar Örnu Ingólfsdóttur og Hebu Shahin og ævintýralegur flótti þeirra frá Egyptalandi."

Jón Valur Jensson.


mbl.is Meirihluti Tyrkja í Evrópu sagði já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband