Ekki er Jónas Kristjánsson, fv. ritstjóri DV, "nýrasisti" og upplýsti þó um þetta

á sínum vinsæla vef, Jonas.is :

Predika lögbrot og siðbrot

06/03/2016 — PUNKTAR

Framhaldsþættir á TV2 í Danmörku sýna með földum myndavélum, hvað predikað er í moskum múslima. Í öllum tilvikum kom í ljós, að hvatt er til, að múslimar lagi sig ekki að samfélagi landsins. Þar á meðal er hvatt til lögbrota. Til dæmis  að múslimar taki sharia-lög fram yfir ríkislög. Kennt er ofbeldi gegn kristnum og konum og börnum. Fyrsti þáttur uppljóstrunarinnar var sýndur 3. marz á TV2. Þættirnir taka af allan vafa um, að moskur vinna almennt gegn lögum og siðum í Danmörku. Í Bretlandi hafa faldar myndavélar sýnt það sama, predikanir múslima stríða gegn lögum og siðum þar í landi. Vesturlönd verða að taka á þessu böli.

Sjá 1:
Sjá 2:

Góður flokksstjórnarmaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, Jens G. Jensson, oddamaður flokksins í NV-kjördæmi, ritaði á Facebók flokksins í gær og kom þar með merkilega ábendingu: 

Pósturinn [Jónasar] endar á: "Vesturlönd þurfa að taka á þessu vandamáli." --Þetta er alrangt, þetta er ekki vandamál Vesturlanda, né vestrænnar menningar. Vesturlönd og menningarsamfélög útiloka praxís og athæfi sem er ólöglegt og ósiðlegt. Vesturlönd þurfa einungis að framfylgja því. Aðlögun samfélagsfyrirmæla Múhameðs spámanns verður að fara fram, eingöngu og hjálparlaust, af áhangendum hans. Þar til sá praxís er orðinn gallalaus, eftir vestrænum standard og lögum, á praxísinn að vera bannaður. Útilokum islam frá vestrænu samfélagi.

Í aukaathugasemd ritar hann:

Jónas er að agitera fyrir að Vesturlönd fari að siðbæta islam. Okkur kemur islam ekkert við; meðan islam er ekki í samræmi við okkar gildi, á islam ekki heima hjá okkur og á að vera bannað. Ef islam vill verða leyft, verður islam sjálft að breyta sér í samræmi við okkar gildi. Þangað til vera úti.

Athyglisvert sjónarmið, sem frjálst er að ræða hér. -jvj.


Bloggfærslur 9. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband