Vefsíða eina flokksins sem þorir að undirbúa framtíðina og taka af snerpu á málum! Framboð tilkynnt. Ríkisstjórnin á nástrái ...

Farið á áhugaverða vefsíðu (þá nýrri) hjá Íslensku þjóðfylkingunni sem heldur landsfund sinn næsta sunnudag. Sjá x-e.is. Auk góðra uppl. um stefnuna er þar strax hafinn undirbún­ingur næstu alþingiskosninga, menn geta byrjað að safna meðmælendum á eyðublöð sem þar má prenta út. Hangir ekki núverandi ríkisstjórn á nástrái hvort sem er?!

Auk fundarboðs til landsfundar eru frambjóðendur til leiðandi starfa innan flokksins kynnt þar. Helgi Helgason, fyrsti formaður okkar, hefur tilkynnt, að hann vilji hætta störfum, en berjast áfram með okkur "í fótgöngu­liðinu". Fjórir bjóða sig fram til formennsku og fjórir til varaformanns. Ritari verður sem áður skipaður af flokks­stjórn og einnig gjaldkeri, væntanlega skv. endur­skoðuðum lögum flokksins (hugsanlegar lagabreytingar verða fyrsta verkefni landsfundar). Þá bjóða 15 manns sig fram til flokksstjórnar, þar á meðal núverandi formaður. Allir eru þessir frambjóðendur nafngreindir á vefsíðunni x-e.is.

Við stefnum á öflugan og orku­gefandi landsfund á sunnudaginn og hvikum hvergi frá okkar þjóðhollu stefnumálum sem flestir aðrir flokkar eru ýmist tregir til að taka á í sínum stefnuskrám eða springa jafnan á limminu þegar til kastanna kemur. Það á t.d. við um skattalækkanir, fyrirheiti um hækkun per­sónuafsláttar, afnám okurvaxta á íbúðalán, fjárveitingar til bráð­nauðsynlegra þyrlu­kaupa Land­helgis­gæslunnar og margt fleira. Svo eru það þau mál líka sem við Þjóðfylkingarmenn einir þorum að nefna á nafn, eins og að segja upp Schengen- og EES-samn­ingunum og að afnema eða a.m.k. endurskoða frá grunni nýju útlendingalögin, þar sem ekki er horft til framtíðarhags þess fólks sem byggir þetta land.

Jón Valur Jensson.


Bloggfærslur 27. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband