ESB vill bolast áfram með harðri valdbeitingu gegn Bretum vegna Brexit

Frétta­vef­ur Guar­di­an seg­ir ráðamenn ESB hafa varað ea­syJet, Ry­ana­ir og Brit­ish Airways við að flug­fé­lög­in þurfi að flytja höfuðstöðvar sín­ar og selja hluta­bréf til rík­is­borg­ara ESB svo ekki verði breyt­ing­ar á flug­leiðum þeirra. (Mbl.is)

Þannig er þá brezk­um flug­fé­lög­um ráðlagt að flytja höfuðstöðvar sín­ar til ríkja ESB fyr­ir út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu, vilji þau halda flug­leiðum sín­um inn­an ESB óbreytt­um eft­ir út­göng­una, skv. sömu frétt. 

Guar­di­an seg­ir stjórn­end­ur stærstu flug­fé­lag­ana hafa verið minnta á lokuðum fund­um með ráðamönn­um ESB, að til þess að halda áfram flug­leiðum inn­an ríkja ESB, t.d. á milli Mílanó og Par­ís­ar – þá verði um­fangs­mik­ill hluti starf­semi þeirra að vera inn­an ESB og að meiri­hluti hluta­bréfa verði sömu­leiðis að vera í eigu rík­is­borg­ara ESB. (Mbl.is)

Hér er í raun verið að knýja Breta til að svara í sömu mynt. Í stað þess að vera það rómaða fríverzlunarsamband, sem ESB-menn geipa af, vilja þeir í raun hefja viðskiptastríð við Stóra-Bretland, kannski til að svala hefnigirni, kannski í þeirri von, að þeir geti svínbeygt brezka ljónið.

Aðeins nokkr­ir dag­ar eru nú þar til Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hyggst virkja 50. grein Lissa­bon sátt­mál­ans og hefja þar með form­lega út­göngu Breta úr ESB. Guar­di­an seg­ir þá ákvörðun auka á lík­ur þess að flug­fé­lög­in verði við kröf­um ESB og end­ur­skipu­leggi starf­semi sína, sem að öll­um lík­ind­um hafi efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir Bret­land, m.a. með fækk­un starfa. (Mbl.is)

Ja, hér er álit Guar­di­ans á framhaldinu:

Guardian tel­ur að bú­ast megi við að bresk stjórn­völd sína sam­bæri­lega óbil­girni og að lík­legt sé að þau setji sín­ar eig­in regl­ur sem muni gera evr­ópsk­um flug­fé­lög­um erfiðara um vik að stunda starf­semi í Bretlandi.

Friðarspillirinn ESB heldur áfram að vera sjálfgum sér til skammar. Gagnvart Íslendingum hefur þetta bandalag margbrot á okkur lög og rétt, bæði í Icesave-málinu og makrílveiðimálunum. Engin furða, að allir íslenzkir stjórnmálaflokkar með snefil af sjálfsvirðingu hafna "ESB-aðild", en því miður eru þeir allt of fáir, sem sýna þá einurð, þá þjóðhollustu. Einarðasti flokkurinn í ESB-andstöðunni er einmitt Íslenska þjóðfylkingin.

Grein sérfræðings: Independent Iceland teaches a great deal, fær mikinn uppslátt í Sunday Times um síðustu helgi og sýnir svo með óefanlegum hætti, að Ísland hafði allan hag af því að vera utan ESB í bankakreppunni, en Írland allan skaða af því (og hann ekki lítinn) að vera þá í þessu valdfreka ríkja­bandalagi. Leiðtogar landsins hlustuðu illu heilli á þau ráð Trichets, bankastjóra Evrópska seðlabankans, að írsk stjórnvöld yrðu að koma í veg fyr­ir að bank­ar færu í þrot, en til þess varði írska ríkið 65 millj­örðum evra (rúm­lega 7.700 millj­örðum króna) af skatt­fé almennings! Stór hluti þess fjár­magns hafi endað í vös­um kröfu­hafa bank­anna, segir í Sunday Times-greininni. 

Ekki verður sú grein til þess að draga úr vilja Breta til að varðveita sem bezt sjálfstæði sitt! Sjá nánar hér á Fullveldisvaktinni: Írland og Ísland: Fengum að heyra það: Við fórum leiðina réttu, einmitt ekki írsku hrakfalla­leiðina!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bresk flugfélög flytji til ESB vegna Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband