Á leið úr bankanum

 

  • Bankinn segir það borgi sig 
  • að bíða eftir því
  • sem virkilega vantar mig:
  • ég verð að komast í frí !
  • En vexti sína hefur hann
  • himinháa´---upp í ský!
  • Á vaxtamuni þá vinna kann ...
  • En verð ég að lúta því?

 

Í grein sinni Kæri Lars ritar Agnar Tómas Möller 8. þ.m. í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál (leturbr. hér):

Ákvörðun vaxta hefur líklega sjaldan verið jafn mikilvæg og nú þegar við siglum inn í jafnvægi sem við vitum í raun ekki hvar liggur vegna breyttrar samsetningar hagkerfisins. Þrátt fyrir mikla gengisstyrkingu á seinasta ári og ótrúlega forðasöfnun Seðlabankans, bendir flest til þess að viðskiptaafgangur muni ekki byrja að dragast saman í bráð þar sem þjónustuafgangur vex hraðar en vöruskiptahallinn og mikill vaxtamunur hefur ýtt undir gríðarlegt fjármagnsinnflæði, líkt og sést í tölum Seðlabankans á þriðja ársfjórðungi seinasta árs. Raunvaxtamunur við Evrópu er í dag um 5% og þarf að minnka en ekki aukast, á sama tíma og við afléttum gjaldeyrishöftum að fullu. Annars er hættan sú að nýtt jafnvægi krónunnar og hagkerfisins verði óstöðugt og brotni vegna ofriss krónunnar sökum of hárra vaxta. Blessunarlega virðist hluti peningastefnunefndar smám saman vera að átta sig á þessari þróun og vonandi mun hún ekki láta úrtölumenn hafa áhrif á sig horft fram á veginn.

Vel mælt. En þekktasti úrtölumaðurinn er vitaskuld Már Guðmundsson Seðlabankastjóri, mesti baráttujaxl fyrir háum vöxtum á Íslandi og þótt víða væri leitað, til stórfellds tjóns fyrir íbúðakaupendur og fjölda manns og fyrirtækja. Væri Íslenska þjóðfylkingin í ríkisstjórn, væri eitt forgangsmála ugglaust það að breyta lögum um Seðlabankann, svo að hægt verði að ráða nýjan seðlabankastjóra.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Afkoman í takt við væntingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband