Einn vanhæfasti ráðherrann er EKKI á útleið! - fer með freklegar blekkingar um kjör íbúðalána

Þorsteinn Víglundsson gerðist svo djarfur að skrökva* (með meintan reikn­ings­haus Bensa Jóh. við sama borð!) "að 4ra manna fjöl­skylda með 20 millj.kr. hús­næð­is­lán gæti sparað sér á bilinu 150-170 þús.kr. á mán­uði í útgjöld ef vaxta­kostnaður væri með sambæri­legum hætti og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi." Þvílíkar ýkjur og öfugs­núningur staðreynda!

 

Undirritaður skuldar tæpl. 10,27 millj. Íbúðalána­sjóðs-lán með 5% vöxtum, verðtryggt (án verðbóta eru eftir­stöðvar nafnverðsins 8.448.221 kr.). Þar var mánaðarleg afborgun vaxta 35.265 kr. 1. okt. sl., afborgun verðbóta 3.306 kr. og verðbætur vegna vaxta 7.597 kr., samtals 46.268 kr. Miðað við það myndi sambærilegt 20 millj. kr. lán kosta 89.900 kr.í vexti og verðbætur á mánuði, en Þorsteinn fer langt í að tvöfalda þá tölu! Svo getur hann ekki lofað neinu fólki lánum með 0% vöxtum** og samt án verðtryggingar. Greinilega skrökvar hann langtum meira en tvöfalt maðurinn.

 

Ætli hann geri þetta daglega og í fleiri ræðum sínum og greinum? En allt á þetta að þjóna þeim áróðri "Viðreisnar", að það sé "krónan" sem kosti okkur þessar upplognu fjárhæðir, og sá málflutningur á svo að hjálpa til að narra þjóðina inn í valdfrekt Evrópu­sam­bandið þar sem við hefðum ekki lengur sjálfsákvörðunarrétt yfir okkar eigin málum, en lög ESB fengju allan forgang og yrðu æðst ráðandi !

Þetta er, svo að endað sé með röklegri ályktun, raunalegt dæmi um örvæntingarfullan lygaáróður Viðreisnar fyrir þessar kosningar.

* http://www.visir.is/g/2017171029730/bjoda-kjosendum-ad-reikna-ut-hvad-kronan-kostar-tha

** 0% vextir í sumum ESB-löndum koma ekki til af góðu: verið er að reyna að láta atvinnulífið hjarna við, ólíkt uppganginum sem verið hefur hér á landi á síðustu árum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Þrír ráðherrar á útleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband