Svíþjóðardemó­krötum er sannarlega treyst fyrir mikilvægum málaflokkum

MJÖG athyglisverð frétt: Sænskir kjós­end­ur telja, að

"Svíþjóðardemó­krat­ar séu best falln­ir til þess að sinna varn­ar­mál­um lands­ins og mál­efn­um inn­flytj­enda og flótta­fólks. Þar eru 44% kjós­enda, tvö­falt fleiri en í síðustu þing­kosn­ing­um, á því, að þar sé Svíþjóðardemó­kröt­um best treyst­andi. Jafn­framt treysta kjós­end­ur þeim best til þess að sinna mál­efn­um aldraðra ... (Mbl.is)

Flokkurinn hefur haft um 20% fylgi drjúgan tíma. Nánar HÉR á Mbl. og einnig á vef Aft­on­bla­det.

Er ekki kominn tími til að ýmsir hér á landi hætti sínum heimóttaskap og viðurkenni eðlileik þess, að ekki er öllum stjórnmálaflokkum skylt að vera hrifnari af fjölmenningarhyggju en þjóðlegum áherzlum?

Dæmin frá Skandinavíu ættu að geta fengið ýmsa til að hafna "Open Border"-stefnunni, sem þó fær mikinn uppslátt á "almannaútvarpinu" RÚV, öðrum samtökum fremur, og raunar er helzt minnzt þar á Íslensku þjóðfylkinguna á mjög neikvæðan hátt.

JVJ.


mbl.is Treysta Svíþjóðardemókrötum best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband